Jólakveðja ritstýru og fjölskyldu – Myndband

Á tímum Facebook og annarra samskiptamiðla velja margir að senda rafrænar kveðjur til vina og vandamanna og jafnvel að láta andvirði póstkorta og frímerkja renna til góðgerðarmála. Slíkar kveðjur eru jafnkærkomnar og þær skriflegu því í þessu líkt og mörgu öðru er það hugurinn sem gildir.
Sumir taka rafrænu kveðjuna ögn lengra og útbúa myndband, það ákváðu ritstýra hun.is Kidda og hennar sambýlismaður Magnús að gera og útbjuggu myndband. Dætur þeirra þrjár tóku að sjálfsögðu virkan þátt í gerð myndbandsins.
Verulega skemmtilegt, gleðilega hátíð.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”ljeerxf7xxs#t=83″]

SHARE