Jólalest Coca-Cola 2016

Ljósum prýdd Jólalest Coca-Cola keyrir sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 21. skiptið á laugardaginn, þann 10. desember. Lestin mun leggja af stað kl. 16:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi. Þaðan ferðast hún um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með stuttri viðkomu í Smáralind kl. 19:00. Loks keyrir hún í gegnum Heiðmörk um kl. 20:00 áður en hún snýr aftur upp á Stuðlaháls.

 

Screen Shot 2016-12-09 at 3.48.29 PM

Það er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Sumir safnast saman á ákveðnum stöðum þar sem lestin á leið, en aðrir kjósa að fylgjast með henni af svölunum eða út um glugga. Talið er að á milli 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar á ári hverju. Hægt verður að fylgjast með staðsetningu lestarinnar í rauntíma á www.coke.is.

Jo¦ülalestin-Jo¦ülasveinn2

 

Hátíðardagskrá í Hörpunni

 

Á sama tíma og Jólalestin keyrir götur höfuðborgarsvæðisins verður sérstök jóladagskrá í Hörpu á milli kl 16-18 en þar verður hægt að fá mynd af sér með vagni úr Jólalestinni og jólasveinum. Í Hörpu verður boðið upp á piparkökur og ískalda Coke meðan jólakór syngur vel valin jólalög til að koma öllum í hátíðarskap. Jólalestin á síðan leið framhjá Hörpu í kringum kl. 18.

Jo¦ülalestin.U¦ürFjarl+ªg+¦1

Til að koma öllum í rétta gírinn fyrir morgundaginn er gott að horfa á eina gamla og góða jólaauglýsingu frá Coca-Cola. “Holidays are coming”-auglýsingin hefur verið sýnd í sjónvarpi á Íslandi á hverju ári síðan 1995. Henni fylgir óneitanlega nostalgíutilfinning.

https://www.youtube.com/watch?v=jmyP3GxCYg4&ps=docs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og munu björgunarsveitarmenn ganga meðfram henni við þá helstu staði þar sem fólk safnast saman til að draga úr slysahættu.

SHARE