Jónas Hvannberg er látinn – Aðeins 35 ára að aldri

Jónas Hvannberg bæklunarskurðlæknir er látinn. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á fimmtudaginn 31. janúar síðastliðinn.

Jónas fæddist í Reykjavík 5. janúar 1978. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1998, kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og sérfræðinámi í bæklunarskurðlækningum árið 2012.

Jónas barðist við krabbamein, en hann greindist með það í mars í fyrra svo barátta hans var ekki löng. Hann varð 35 ára í seinasta mánuði og var  þá viðtal við hann í DV þar sem hann sagði að hann hefði endurmetið líf sitt þegar hann greindist með krabbameinið.

Eiginkona Jónasar er Annika Wiel Hvannberg. Foreldrar Jónasar eru Þorbjörg Guðmundsdóttir og Jónas Hvannberg. Bróðir hans er Bjarki Hvannberg.

Blessuð sé minning hans.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here