Júllakaka

Þessi æðislega kaka er frá Lólý.is. Mælum eindregið með því að þið prófið þessa um helgina.

Júllakaka

125 gr smjör eða smjörlíki
150 gr púðursykur
1 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsódi
250 gr hveiti
1 1/2 dl súrmjólk

Hitið ofninn í 180°C.
Þeytið saman smjör og púðursykur þangað til að það er vel blandað saman. Bætið þá við egginu og hrærið vel. Þá er blandað saman við þurrefnunum og að lokum súrmjólkin sett út í.
Setjið í hringlaga form með gati í miðjunni (má auðvitað vera bara venjulegt hringlaga form en mér finnst hún bara svo miklu fallegri í hringlaga formi með gati, og bakið hana í 30 mínútur eða þangað til að hún er bökuð í gegn en þið finnið það með því að stinga prjóni í hana og hann kemur út hreinn.

Smellið endilega like-i á Facebook síðu Lólý

SHARE