Justin Bieber frumsýnir nýtt húðflúr á Instagram- Mynd

Justin Bieber er alltaf að bæta við húðflúrin á líkama sínum og fékk hann sér það nýjasta um helgina og setti svo mynd af því á Instagram á sunnudaginn. Hann skrifaði textann „Befo the paps get me“ við myndina eða „áður en blaðaljósmyndarnir ná mér“.

Nýja húðflúrið er mynd af uglu en þetta er áttunda flúr Biebers en fyrir er hann með:

  • Kórónu á hægri síðunni
  • Titil nýjustu plötu sinnar,  Believe, á upphandleggnum
  • Hendur í bænastöðu á fætinum á sér
  • Japanskt tákn fyrir tónlist á hægri handlegg
  • Hebreska orðið fyrir Jesús á rifbeinunum
  • Mynd af Jesús á vinstri kálfanum
  • Útlínur lítils fugls á vinstri mjöðm

Justin fékk sér fyrst húðflúr á 16 ára afmæli sínu fyrir tveimur árum en þá fékk hann sér útlínur fuglsins en hann hefur verið duglegur að láta teikna á sig síðan.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here