Justin Bieber gefur aðdáanda sínum hamsturinn sinn

Aðdáandi Justin Bieber datt heldur betur í lukkupottinn á miðvikudaginn þegar Justin var að veita eiginhandaráritanir eftir að hann kom fram á Jingle Ball. Justin gaf henni nefnilega hamsturinn sinn.

Justin gaf fullt af eiginhandaráritunum og svo valdi hann eina stelpu úr fjöldanum og rétti henni búrið með hamstrinum sínum, honum PAC.
Á myndbandi sem TMZ birti þar heyrist Justin segja „Þú verður að hugsa vel um PAC“ og stúlkan svarar „Ég mun hugsa vel um hann!“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here