Justin Bieber heldur áfram að niðurlægja Orlando Bloom – Myndband

Hún.is greindi frá því í gær að Orlando Bloom hafi veist að Justin Bieber eftir að Justin lét þau orð falla um fyrrverandi eiginkonu Orlando, Miröndu Kerr, að hún hafi verið góð.

Þessi ummæli Justins lögðust illa í Orlando og reittu hann til reiði með þeim afleiðingum að Orlando reyndi að veitast að Justin. Atvikið náðist á myndband en atburðurinn átti sér stað þegar bæði Justin og Orlando voru að skemmta sér á Ibiza á Spáni. Stuttu eftir að atvikið átti sér stað birti Justin mynd af Miröndu á baðfötum á Instagram síðu sinni sem hann tók aftur út stuttu seinna.
Justin er þó hvergi nærri hættur að atast í Orlando því í dag birti hann mynd af Orlando grátandi á Instagram síðu sinni.

Talið er að rígur hafi myndast á milli drengjanna eftir að sá orðrómur fór á kreik að Justin Bieber hafi sængað hjá Miröndu Kerr eftir árlega tískusýningu Victoria´s Secret árið 2012 eða vegna mynda sem náðust af Orlando og Selenu Gomez, fyrrverandi kærustu Justins, fyrr á þessu ári. Lögfræðingur Miröndu gaf út opinbera yfirlýsingu  í kjölfar fyrrnefnds orðróms þar sem hann greindi frá því að Justin og Miranda hefðu á þessum tíma ekki verið neitt annað en kunningjar en Miranda var þá enn gift Orlando. Þau sóttu um skilnað ári seinna.

Miranda Kerr er ekkert að kippa sér upp við þessu læti í drengjunum í erlendum fréttamiðlum en í dag birti hún ákaflega fallega mynd af sér á Instagram þar sem hún er berbrjósta í baðkari.

Miranda Kerr

 

https://www.youtube.com/watch?v=jiMnIod7U8M

„Orlando hefur verið að tala illa um Justin seinustu 2 árin svo þetta var eitthvað sem hlaut að gerast á endanum. Þetta er bara í fyrsta skipti sem þeir eru í sama herbergi,“ segir heimildarmaður HollywoodLife. „Justin hatar Orlando af því að Orlando á að hafa sagt að hann hafi sofið hjá Selena til þess að hefna sín á Justin og það pirraði hann svakalega.“

Þeir virðast því vera að benda hvor á annan.

SHARE