Justin Bieber lögsóttur

Justin Bieber hefur komist í kast við lögin en maður að nafni Robert Earl Morgan hefur höfðað mál á hendur honum.

Sjá einnig: Justin Bieber vekur reiði vegna ummæla sinna

Robert segir að Justin hafi eyðilagt símann hans í næturklúbbi sem kallaður er Cle. Justin var að sturta í sig í bjór í gegnum trekt og myndaði Robert athæfið. Justin endaði hinsvegar á því hella yfir sig bjór og þegar hann sá að verið var að taka upp varð hann reiður. Hann tók símann af Robert og braut hann.

 

Robert vill fá 100.000 dollara í bætur fyrir tjónið því hann segir að með þessu hafi hann tapað mikilvægum upplýsingum og myndum sem ekki er hægt að endurheimta.

SHARE