Justin Timberlake elskar Ísland

Ég var svo heppin að fá það tækifæri að fara á tónleikana með Justin Timberlake í Kórnum á sunnudagskvöldið. Ég hafði ekki átt von á því að komast á tónleikana en svo urðu óvæntir atburðir til þess að ég komst og ég sé sko ekki eftir því að hafa farið. Tónleikarnir voru upplifun sem ég mun muna eftir lengi og ég skemmti mér ótrúlega vel.

IMG_20140824_152724

Þegar ég kom að höllinni var svo mikið líf og fjör allsstaðar og ég er nokkuð viss um að ég hef aldrei séð svona margt fólk saman komið á einn stað, allavega ekki hér á Íslandi. 20140824_195134

Mér fannst skipulag og utanumhald þeirra sem héldu tónleikana alveg til fyrirmyndar. Búið var að gera aðgengi þeirra sem voru að fara á tónleikana svo þægilegt og einnig þeirra sem búa í nágrenni við Kórinn.

20140824_195140

Justin kom á svið og salurinn sturlaðist gjörsamlega. Hann var með flott föruneyti með sér sem kalla sig The Tennessee Kids og það var greinilegt að það var valinn maður í hverju rúmi þarna. Það voru stórkostlegir söngvarar og dansarar og Justin sjálfur átti ekki í erfiðleikum með að dansa og syngja á sama tíma og blés ekki úr nös.

20140824_210732

Justin talaði um fegurð landsins:

Iceland is the most beautiful place I have ever seen!

Hann talaði um að hann vildi koma aftur og sagði nokkrum sinnum á tónleikunum

I love you Iceland!!!

en þá biluðust áhorfendurnir alveg gjörsamlega.

Það var augljóst að það var gott andrúmsloft meðal allra sem á sviðinu voru og allt kvöldið var bara eins og stórt partý. Það var alveg sama hvert maður leit það ljómaði hvert andlit og það voru allir að skemmta sér, óháð aldri.

Lögin sem Justin tók voru algjörlega frábær en lögin sem hann tók eftir uppklappið voru í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér en það voru lögin Sexy Back og Mirrors.

Yndislegt kvöld, einstök stemning og eftirminnilegt kvöld í alla staði!

 

Hér eru nokkrar flottar myndir og myndbrot sem ég fann á Instagram með hashtaginu #jtkorinn.

 


Hér er svo færsla Justin Timberlake um Ísland. Ekki slæm landkynning þarna!

SHARE