Kærasti Britney Spears talar út – missti bróðir sinn í flugslysi

Charlie Ebersol, kærasti popp-píunnar Britney Spears, segist í viðtali við veftímaritið People á dögunum vera andlega undirbúinn í samband fyrir jafn fræga konu eins og Britney Spears. Hann segir að með sambandinu sé hann orðinn umfjöllunarefni í fjölmiðlum og að það þurfi ákveðinn styrkleika til þess að takast á við athyglina.

„Einkalíf mitt er einkalíf mitt, en ég verð að segja eftirfarandi: Ef ég væri ekki þegar búinn að ganga í gegnum það sem ég hef hingað til þurft að ganga í gegnum þá hefði ég ekki verið í stakk búinn að takast á við ástarsamband við hvern sem er, hvað þá samband með einhverri eins og Britney sem er með þetta risastóra hjarta,“ segir Charlie. „Það verðskulda það allir að vera elskaðir.“

Screen Shot 2014-12-18 at 11.03.11

Lenti í flugslysi og missti bróður sinn

Charlie segist hafa lent í slæmu einelti sem unglingur í grunnskóla. Þá hefur hann glímt við afleiðingarnar á hræðilegu áfalli í kjölfarið á flugslysi sem hann lenti í. Yngri bróðir hans lét lífið í slysinu.

„Þrátt fyrir að þurfa að horfast í augu við jafn erfiða reynslu og þetta þá varð ég að minna sjálfan mig á hversu heppinn ég er. Tilgangurinn með fyrirtækinu mínu er að auðga heiminn með meiri gleði, hamingju og breytingum í gegnum afþreyingariðnaðinn,“ segir Charlie sem rekur framleiðslufyrirtækið The Company en hann starfar sem framleiðandi og handritshöfundur.

„Við verðum að trúa því að tíminn okkar er dýrmætur og að við séum að nýta hann í að framkvæma hluti sem skipta okkur verulegu máli. Ég taldi mig einu sinni eiga allt en ég þurfti að leggja verulega mikið á mig til þess að finna ástina.“

Screen Shot 2014-12-18 at 11.02.19

Screen Shot 2014-12-18 at 11.02.42

Tengdar greinar:

Britney Spears vill auka sjálfstraust kvenna með nærfatalínunni sinni

Hlustaðu á Britney Spears án „auto-tune“

Rúmdýnur sem líkjast frægum

SHARE