Kaldhæðnislegar fjölskyldumyndir einstæðrar móður

Tveggja barna móðirin Susan Copich er búsett í New York og starfar sem leikkona. Hún segist hafa áttað sig á því þegar hún var komin á fimmtugsaldur að það vantaði alltaf eitthvað í fjölskyldumyndirnar í albúminu heima. 
Hana sjálfa.
Hún tók því málin í eigin hendur og hóf að stilla myndvélinni upp þannig að hún kæmist með á mynd ásamt börnunum. Uppátækið varð fljótt af ástríðufullri ljósmyndun þar sem Susan gefur ekkert eftir en hún segist vilja tjá tilfinningar sínar og lýsa fjölskyldulífi sínu á raunhæfan máta og má þar skynja bæði erfiðleika og streð sem hún vill meina að sé tabú.
Úr varð listræn sería sem ber heitið „Domestic Bliss“ eða lauslega þýtt yfir á íslensku „Alsæla í heimilishaldinu.“
Má þar skynja ákveðna kaldhæðni á bakvið orðin þar sem ekki virðist sem alsælan sé daglegur gestur á heimili Susan ef marka má merkingu myndana en sjálf segist hún glíma við þunglyndi og streitu annað slagið.
Myndirnar eru birtar með upprunalegu heiti á ensku yfir myndirnar.

Witching Hour

Toy

Sugar Rush

Baggage

Mommy Time

 

Bath Time

Spare The Rod

Old Habits

Let Go

Anger Management

Spilt Milk

Happy Days

 

Heimild: Bored Panda

 

Tengdar greinar:

Skapandi móðir fann leið til þess að koma matnum ofan í börnin

Lítil börn farða mömmu sínar í öllum regnbogans litum

María er einstæð móðir sem hefur fengið fimm heilablæðingar

SHARE