Kamelljónið Cher breytir enn og aftur um útlit

Kamelljónið Cher breytir enn og aftur um útlit, að þessu sinni fyrir nýju plötuna sína
Closer to the truth, en platan sem er 26 stúdíóplatan hennar kemur út 24. september nk.
Á myndunum er Cher sem orðin er 67 ára komin með platínuljóst hár.

Cher segir að platan sé líklega sú besta sem að hún hafi gert, lögin séu einfaldlega frábær.
Platan inniheldur m.a. lög eftir Timbaland, Jack Shears úr Scissor Sisters og Pink og syngur Pink einnig á plötunni.
Fyrsta lagið “Woman´s world” kom út í júní sl.

SHARE