Kanilsnúðakex

Þetta sætmeti er eitthvað sem ég myndi baka, oftar en einu sinni. Ég elska kanil og þessi uppskrift kemur frá Eldhússystrum.

 

Snúðar
1 bolli (225 gr) mjúkt smjör
1/2 bolli (110 gr) púðursykur
1/2 bolli (100 gr) sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 tsk kanill
3 bollar (400 gr) hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt

Fylling
60 gr mjúkt smjör
73 gr púðursykur
2 tsk kanill

Krem
2 bollar (256 gr) flórsykur
2 matskeiðar (30 gr) brætt smjör
1/2 tsk instant kaffiduft (ég notaði kaffislettu)
2 tsk vanilludropar
2-4 msk mjólk

Snúðar

Blandið saman í skál hveiti, kanill, lyftidufti, og salti, skálin er svo sett til hliðar.

Þeytið saman smjörinu, sykrinum og púðursykrinum þar til blandan er oriðn létt og “flöffí”. Bætið eggjunum við einu í einu. Næst skal bæta við helmingnum af hveitiblöndunni og hræra vel saman. Setjið restina af hveitiblöndunni útí og hrærið vel. Deigið er svo sett í minni skál og plastfilma yfir. Sett í frysti í 30 mínútur, eða kæli í a.m.k. klukkutíma.

kanilsnc3bac3b0akex3

Þegar deigið er búið að vera í kælinum er því skipt í tvo jafna helminga. Annar helmingurinn er settur aftur í skálina og aftur í kæli. Leggið plastfilmu á vinnusvæðið, hnoðið kúlu úr deginu og setjið á plastfilmuna. Fletið út kúluna á plastfilmunni í 22 cm x 30 cm ferning, rúmlega 1 cm á þykkt. Smyrjið helmingnum af smjörinu sem er áætlaður í fyllinguna á deigið. Stráið helmingnum af púðursykrinum og kanilnum jafnt yfir deigið, þrýstið á sykurinn og kanilinn til að það leggist þétt að deginu. Notið plastfilmuna til að rúlla deiginu upp. Að lokum er degið sett í frysti í 30 mínútur, eða kæli í amk klukkutíma.

Náið í seinni deighlutann og endurtakið.

IMG_9333

Forhitið ofninn í 190°C.

Eftir að deigið hefur verið kælt aftur er það skorið niður í rúmlega 1 cm þykkar sneiðar. Raðið á bökunarplötu og bakað í 10 til 12 mínútur. Passið að raða ekki of þétt á plötuna þar sem þær stækka töluvert.

Krem

Blandið saman í skál smjörinu, vanilludropunum og kaffinu. Hrærið flósykrinum saman við. Næst er mjólkinni bætt við einni matskeið í einu þar til kremið er orðið nógu þunnt til að það sé rennandi en ekki of þunnt.

Passið að snúðarnir séu orðnir alveg kaldir áður en kreminu er “drisslað” yfir snúðana. Látið kökurnar svo standa í svolitla stund áður en þær eru eru settar í geymslu.

 

Endilega smellið like-i á Eldhússystur á Facebook

eldhussystur

 

SHARE