Kanilsnúðar – Þessir gömlu góðu

Þessir gömlu góðu, afar fljótlegt er að útbúa þessa. Þeir koma frá hinni hæfileikaríku Ragnheið Stefáns á Matarlyst.

Hráefni
500 g hveiti
125 g smjör
125 g sykur
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
2 dl mjólk
1 egg
2 ½ tsk vanilludropar
Örlítil mjólk til að pensla yfir deigið
Kanilsykur til að sáldra yfir, magn eftir smekk

‐——————————————————

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur. Setjið öll hráefnin í hrærivélaskálina hnoðið þar til komið er saman. Setjið hveiti á borðplötuna til að deigið festist ekki við, hnoðið örlitlu af hveiti saman við ef deigið er klístrað, fletjið út. Penslið deigið með mjólk sáldrið kanelsykri yfir rúllið upp og skerið niður. Leggið snúðana á bökunarpappír. Bakið við 180 gráður og blástur í 15-20 mín fer eftir ofnum þar til gullnir. Stundum er smellt glassúr á þessa.

Glassúr

Blandið þá saman flórsykri, bökunarkakó, vanilludropum, vatni eða uppáheltu kaffi. Snúðarnir geymast vel í frysti.

SHARE