Kanilsnúningur

Það er eitthvað við kanil sem er svo dásamlega gott! Það er bara svoleiðis að allt bakkelsi með kanil er himneskt. Allavega að mínu mati. Þessi uppskrift er frá Eldhússystrum og verður pottþétt bökuð um helgina.

Kanilsnúningur

Deig
23 gr pressuger
1/4 bolli (60 ml) volgt vatn
1 bolli  (235 ml) volg súrmjólk (buttermilk)
4 msk (57 gr) smjör
3 msk (38 gr) sykur
1 stórt egg
1 tsk salt
1/4 tsk matarsódi
3 3/4 bollar (510 gr) hveiti

Fylling
2 msk (28 gr) brætt smjör
1/2 bolli (110 gr) púðursykur
1/2 tsk kanill

Glassúr
1 bolli (128 gr) flórsykur
1 msk (14 gr) brætt smjör
1 msk heitt vatn (eða eins og til þarf til að þynna út)
1/2 tsk vanillu dropar.

Aðferð
Leysið upp gerið í volga vatninu. Hrærið saman súrmjólk (buttermilk), smjör, sykri, eggjum, salti og matarsóda, að lokum bætið gerinu saman við og hrærið þar til vökvinn er vel blandaður saman. Hveiti er að lokum hnoðað saman við þar til degið er slétt og hætt að loða við skálina eða fingurnar. Ég nota KitchenAid en það er auðvitað jafn gott, ef ekki betra að hnoða deigið með höndunum.

Setjið deigið í skál, leggið hreint viskastykki yfir og leggið skálina á volgan stað í um 1,5 klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast.

Stillið ofninn á 180°C

Hnoðið deigið og fletjið það út í 45 x 23 cm rétthyrning. Burstið deigið með smjörinu.

Blandið saman púðursykrinum og kanill saman, stráið því yfir deigið.

Brjótið deigið saman í tvennt eftir endilöngu. Klemmið saman endana.

Skerið í 3 cm breiðar ræmur. Leggið ræmurnar á bökunarpappír með 6 cm millibilli. Snúið uppá hverja ræmu 2-3 sinnum.

Leggið hreint viskastikki yfir lengjurnar og látið hefast í 30 mínutur.

Bakið lengjurnar í 12-15 min eða þar til þær eru gylltar. Kælið.

Hrærið saman glassúr hráefnunum og dreifið yfir lengjurnar.

Gott að vita:

  • Þegar buttermilk eða súrmjólk er hituð verður hún kekkjót, það er allt í lagi 
  • Þessir kanil snúningar eru fullkomnir til að frysta, muna bara að sleppa þá glassúrnum 
SHARE