Karamellu-perur

Þessi dásemd er hrikalega góð í eftirrétt og það besta er að hún er mjög einföld þessi uppskrift eins og allt sem kemur frá minni elskulegu mágkonu Röggu.

 

Uppskrift:

5-6 peruhelmingar, ferskar eða úr dós

4 msk púðursykur

4msk Rice krispies

50 gr smjör

Aðferð:

Perur skornar í litla bita og settar í eldfast mót. Púðursykri og Rice krispies blandað saman og held svo yfir perubitana. smjörið skorið í litla teninga og sáldrað yfir blönduna.

Bakað við 200 gráður í 30 mínútur

 

Tilvalið að leyfa börnum að hjálpa til við þennan og njóta svo vel.

 

Geggjað að hafa ís eða rjóma on the side.

SHARE