Karrý kjúklingasúpa

Þessi eðal súpa kemur frá henni Röggu mágkonu og er úr Rögguréttir 1 bókinni.

Geggjað góð súpa!

Uppskrift:

1 kjúklingur

3 hvítlauksrif

1 púrrulaukur

2 paprikur

1 askja rjómaostur ( þessi í bláu öskjunni)

1  flaska chillisósa frá Heinz

1 tsk svartur pipar

1 bolli vatn

1 peli rjómi

2 msk karrý

Aðferð:

Kjúklingurinn fulleldaður og brytjaður niður í smátt.

Hvítlaukur kreistur, púrrulaukur sneiddur og paprikur saxaðar í litla bita. Steikt saman í potti, við þetta bætist svo rjómaostur og chillisósa og allt kryddað með pipar.

Nú skal bæta öllum vökva útí pottinn, kryddað með karrýinu og bragðbætt með salt og pipar ef þarf.

Að lokum er kjúklingnum bætt út í og öllu leyft að malla saman í smá stund.

Sjá meira: Lágkolvetna hvítlauksbrauð

Gott að bera fram með góðu brauði.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here