Kate Middleton setti vefverslunina ASOS á hliðina síðastliðinn miðvikudag. Kate, sem ávallt er glæsileg til fara, sést oftar en ekki skarta flíkum sem almúginn hefur vel efni á – líkt og átti sér stað núna um miðbik vikunnar. Kate sást opinberlega í kjól úr ofangreindri vefverslun og það var eins og við manninn mælt – kjóllinn seldist upp á fáeinum mínútum.

kate-dress--a

Catherine-Duchess-of-Cambridge

asos-real--z

Twitteróðir aðdáendur Middleton héldu vart vatni yfir kjólnum og það var fljótt að kvisast út í hvaða verslun hann væri fáanlegur. Svo margar heimsóknir fékk vefversluninn þennan morguninn að breskum fjölmiðlum þótti það fréttnæmt – að vísu þykir þeim flest sem við kemur Kate vera efni í frétt.

ASOS biður viðskiptavini sína að örvænta eigi – kjóllinn góði er væntanlegur aftur á lager í næstu viku. Þó þarf að hafa hraðar hendur – það er víst nú þegar kominn myndarlegur biðlisti.

Tengdar fréttir:

Kate Middleton: Farin að grána og tekur því fagnandi

Englandsdrottning vill betrumbæta klæðaburð Kate Middleton – Myndir

Myndir náðust af óléttubumbu Kate Middleton

SHARE