Kate Moss í afneitun vegna aldurs síns og reykir enn

Kate Moss (49) kann að hafa slakað á í djammlífinu og snúið sér að meira heilsusamlegum lífsstíl en hún hefur samt ekki alveg losað sig við sígaretturnar.

„Ég reyki enn af og til,“ sagði ofurfyrirsætan í viðtali við The Sunday Times í nýju viðtali sem birt var um helgina. Ég hef heyrt að húðin verði miklu betri ef maður hættir að reykja, en ég er ekki hætt… ennþá.“

Kate vildi þó alls ekki ræða það að hún muni eiga hálfrar aldar afmæli í janúar 2024. „Ég er ekki að verða fimmtug,“ sagði hún í gríni og bætti við að hún væri alls ekki mikið að velta því fyrir sér. Þegar hún var spurð hvort hún færi í fyllingar og botox svaraði hún því neitandi: „Au naturel…. næsta spurning.“


Sjá einnig:

SHARE