Vogue er ekki oftlega nefnd tískubiblía allra tíma að ástæðulausu. Gósenland tískufíkla; ráðgefandi rit um tísku og útlit, fegurð og fágaðan stíl í yfir heila öld og ávallt með puttann á púlsinum. 

En það er ekki allt. Á Vogue.com er einnig að finna dásamlegan lítinn flipa sem ekki lætur mikið yfir sér. The Monday Makeover heitir efnisflokkurinn og hefur að geyma myndbönd sem sýna hvernig má gera einfaldar hárgreiðslur, laða fram ákveðin áhrif með förðun og fleira. 

Í raun finnst okkur að efnisflokkurinn ætti fremur að bera heitið Saturday Night Fever, þar sem inntakið er dásamlegt og fellur fullkomlega að helgarförðun og hárgreiðslu, en jafnvel er Vogue að vísa í þá staðreynd að engin ástæða er til að hlaupa ómáluð úr húsi þó mánudagar renni upp í hverri viku – því hver vika felur í sér fersk og ný tækifæri.

“Less Is More” – lítum hér á hvernig gera á kattaraugu með lítilli fyrirhöfn:

 

SHARE