Katy Perry með köku frá Sætum syndum í afmæli dóttur sinnar

Það var engin önnur en Katy Perry sem pantaði afmælisköku frá Sætum syndum fyrir Daisy, 2 ára dóttur sína, á dögunum. Katy birti svo mynd af kökunni á Instagram síðu sinni og hefur kakan vakið mikla lukku.

Katy hefur verið að sigla um á skipinu Norwegian Prima og hefur deilt myndum af þessu öllu saman.

Sætar syndir var stofnað af Evu Maríu Hallgrímsdóttur sem fékk mikinn áhuga á kökuskreytingum eftir að eignast son sinn. Fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt og eru kökurnar einstaklega glæsilegar og þau opnuðu kökubúð í Hlíðasmára árið 2017 og Kampavínskaffihús í Smáralind árið 2020.

SHARE