Kendall Jenner lögð í einelti af öðrum fyrirsætum

Hin 19 ára gamla Kendall Jenner sem hefur gert það gott upp á síðkastið sem fyrirsæta fær að finna fyrir því að hún sé úr hinni þektu Kardashian fjölskyldu.

Á síðasta ári bárust fréttir af því að Kendall hafi verið mikið strítt af öðrum fyrirsætum á tískuviku en svo virðist sem mikil öfundsýki ríki í garð hennar. Kendall á frægð sína upphaflega að þakka raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians en hún ákvað ung að aldri að hana langaði til að verða fyrirsæta. Með hjálp systur sinnar Kim og móður náði hún miklum árangri á stuttum tíma í fyrirsætuheiminum.

Kendall þvertók fyrir allar þær sögusagnir að aðrar fyrirsætur væru að stríða henni baksvið og að ein hefði slökkt á sígarettu í glasinu hennar.

I would see rumors of girls bullying me backstage and putting cigarettes out in my drink, and none of that has happened. Everyone´s been really cool to me. I´ve never had one girl be mean… so far.

Hvort sem það sé satt að henni hafi verið strítt eða ekki á síðustu tískuviku þá kom það í ljós, þegar þýska Vogue birti mynd af Kendall á Instagram, að einhverjum fyrirsætum er virkilega í nöp við hana.

Fyrirsætan Lexi Boiling skrifaði undir myndina í kaldhæðnislegum tón að hún hefði aldrei litið betur út og eftir á bætti hún inn broskörlum að hlæja. Binx Walton bætti við kommentið hjá Lexi: „that´s fucked up“, og síðan fengu nokkrir hlæjandi broskarlar að fylgja með sem gaf til kynna að hún væri að gera grín af Kendall.

Til að bæta gráu ofan á svart tísti Binx orðunum „The season of the entitled“ eftir tískusýningu Marc Jacobs. Þessum orðum er talið vera beint á Kendall en í fréttum við sjónvarpsstöðina E! baðst Lexi Boiling afsökunar á fyrrnefndu kommenti sínum við myndina af Kendall. Hún sagði að hún hafi ekki verið að hugsa og að hafi sett inn þessa heimskulegu athugasemd. Lexi óskaði síðan Kendall til hamingju með stórkostlega tískuviku í New York.

25D7B81000000578-2960224-image-m-236_1424383547928Kendall Jenner og Lexi Boiling

25D60E9600000578-0-image-a-164_1424355385778

25D61F1900000578-2960224-image-m-166_1424357400185

Lexi Boiling og Binx Walton

 

Tengdar greinar:

Fyrirsæturnar drápu í sígarettum í drykkjum Kendall Jenner

Kendall Jenner er sögð vera of feit fyrir tískusýningar

Kendall Jenner (19) er nýjasta andlit Estée Lauder

 

 

 

 

SHARE