Vel má vera að ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hafi stolist í fataskápinn hjá stóru systur sinni, Kim Kardashian. Kendall er stödd á á tískuvikunni í París þessa dagana og smellti hún sér út að borða á miðvikudagskvöldið, ásamt Gigi Hadid og fleiri góðum. Klæðaburður Kendall þetta kvöld hefur vakið talsverða athygli og hafa slúðurmiðlar gantast með það hún hafi sennilega komist í skápinn hjá Kim.
Sjá einnig: Kendall & Kylie Jenner: Sakna pabba síns