Þóra Rós Guðbjartsdóttir er dansari og hefur dansað frá því hún var lítil stúlka.Hún byrjaði í samkvæmisdönsum, fór svo í jazzballet og svo ákvað að hana langaði að læra enn meiri dans: „Ég fékk tækifæri til að fara til Mexíkó í listdansskóla og þá var ekkert aftur snúið. Ég var þar í 4 ár og svo er ég lika búin að vera í London og Madrid“ segir Þóra.

Þóra er byrjuð að kenna dans á vinnustöðum en hugmyndina fékk hún í fyrra sumar þegar hún heyrði um „Jakkafatajóga“. „Það var stelpa sem að fór á vinnustaði og kenndi starfsmönnum jóga. Mér fannst þette rosalega sniðugt og hugsaði með mér að það væri örugglega gaman að fara á vinnustaði og kenna dans. Það kunna allir að hreyfa sig og sumir eru kannski feimnir við að fara í danstíma eða hafa ekki tíma fyrir það og svoleiðis. En að vera með svona vinnustaðadans að þá ertu með félögunum þínum að dansa og það er alltaf fjör. Þetta er ekki nema kannski 30-40 min og það verða allir svo glaðir eftir á,“ segir Þóra, en hún segist hafa fengið frábærar viðtökur og fólk vilji jafnvel ekki hætta að dansa heldur halda áfram allan daginn. 

Framtíðarsýn Þóru er mjög fjölbreytt, en hún elskar að sýna og dansa og segist alls ekki ætla að hætta því. „Mig langar rosalega mikið að vinna meira í leikhúsum, setja upp danssýningar ofl.  Kennslan gefur mér lika mjög mikið. Þannig að ég sé bjarta frantíð í dansinum hjá mér, svo veit maður aldrei nema maður farir aftur út og geri góða hluti þar.  Það góða við að vera dansari er að þú getur unnið hvar sem er,“ segir Þóra að lokum.

Sjáðu meira um Þóru á heimasíðunni hennar.

615227_10151118645159553_1724096334_o

SHARE