Kim er alveg komin með upp í kok!

Mikill rígur hefur staðið, árum saman, á milli Kim Kardashian og Sharon Osbourne. Nú er svo komið að Kim er að hugsa um að láta lögfræðinga sína þagga niður í Sharon en hún hefur verið með spjallþáttinn The Talk.
Leiðindin hófust þegar Sharon gerði setti út á það að Kim hefði klætt dóttur sína, North í alvöru pels. Sharon hefur líka sagt að Kim sé enginn feministi og að hún klæði sig eins og gleðikona.

„Kim segist vera að gera allt í nafni feminisma en þetta er ekki feminismi!“ sagði Sharon í viðtali.

 

SHARE