Kim er í fýlu út í besta vin sinn

Besti vinur Kim Kardashian (36), hann Jonathan Cheban (42), er að fara að koma fram í þættinum Celebs Go Dating á E4. Kim er langt frá því að vera ánægð með þá ákvörðun vinar síns og þau Jonathan hafa ekki talað saman síðan fyrir jól.

 

Þar sem Celebs Go Dating er bresk sería hefur Kim miklar áhyggjur af því hvaða konur Jonathan fer að „deita“ og finnst hann eigi að hafa ákveðinn „standard“. Hvað sem hún meinar með því vitum við ekki.

Sjá einnig: Kim og Kanye ætla ekki í sambandsráðgjöf

Jonathan var boðinn í jólaboðið hjá móður Kim en mætti ekki. „Kim finnst það fyrir neðan virðingu Jonathan að vera í þessum þætti og felur það ekki. Jonathan hafði ekki áhuga á að mæta í jólaboðið til að þurfa ekki að ræða þetta og fór því til Miami í staðinn,“ sagði heimildarmaður HollywoodLife.

Kim telur sig víst vel til þess fallna að finna maka fyrir Jonathan og finnst hann eigi ekki að leita út fyrir Bandaríkin, til þess að finna sér konu.

 

SHARE