Kim og Kanye ætla ekki í sambandsráðgjöf

Sú saga hefur gengið fjöllum hærra á slúðurmiðlum að skötuhjúin Kim Kardashian og Kanye West séu byrjuð í sambandsráðgjöf til að lappa upp á samband þeirra sem hefur beðið töluverðan hnekki síðustu mánuði. Það er hins vegar ekki rétt.

 Sjá einnig: Kim Kardashian undirbýr skilnað

Parið er ekki í sambandsráðgjöf og hyggst ekki leita sér slíkrar aðstoðar. Hins vegar eru þau að hitta sérfræðinga í sitt hvoru lagi til að takast á við áföll í lífi sínu. En skemmst er að minnast þess að Kanye fékk taugaáfall á dögunum og varð að aflýsa tónleikaferðalagi sínu. Hann var fluttur með lögregluvaldi á sjúkrahús þar sem hann fékk aðstoð. Í sumar varð Kim svo fyrir þeirri hræðilegu upplifun að vera rænd á hótelherbergi sínu í París og það tók sinn toll af henni. Hún hélt sig meira að segja frá samfélagsmiðlum um tíma.
En nú virðist allt vera á uppleið hjá þeim báðum. Kanye er farið að líða betur og þau skelltu sér saman út að borða í Santa Monica í vikunni, í fyrsta skipti frá því hann var lagður inn á sjúkrahús í nóvember.

 

SHARE