Kim hugsar um að fá sér staðgöngumóður

Kim Kardashian er að skoða þann möguleika að fá sér staðgöngumóður til að ganga með þriðja barn hennar. Eins og margir sem fylgjast með stjörnunni vita, hefur hún átt afar erfitt á síðustu tveimur meðgöngum sínum. Hún hefur heitið sér að ganga ekki með fleiri börn vegna þess að heilsu hennar var stefnt í mikla hættu á báðum meðgöngunum, en bæði hana og Kanye langar til að eignast þriðja barnið.

Sjá einnig: Kim Kardashian hætt að gráta

Á báðum meðgöngum sínum hefur hún lent í því að fylgjan festi sig á óvenjulegum stað í leginu og hefur það valdið áhættu á meðgöngunum. Þegar hún átti North (3) þurfti læknir að fara með hendina inn í leg hennar og skrapa fylgjuna úr henni, því hún kom ekki út á eftir fæðinguna og það er nokkuð sem Kim er ekki tilbúin til að lenda í aftur.

Fyrri reynslur létu hana fá mikinn kvíða fyrir fæðingunum og treystir sér alls ekki að ganga í gegnum það aftur. Einnig gæti önnur fæðing leitt til þess að hún þurfi að fara í legnám.

Kim sagði í þætti Ellen DeGeneres að Kanye vilji endilega fleiri börn eða helst að eiga 6 börn, svo hann hefur verið að þrýsta á hana undanfarið að eignast fleiri.

Sjá einnig:Kim Kardashian ætlar að draga sig úr sviðsljósinu

1280_kim_kardashian_kanye_west_saint_north_spl1341632_002_EMBED

SHARE