Kim Kardashian hætt að gráta

Það er kominn næstum því mánuður síðan Kim Kardashian var rænd í París og hún hefur haldið sig frá sviðsljósinu síðan þá. Heimildarmaður HollywoodLife segir hún sé loksins farin að jafna sig og hún sé hætt að gráta núna.

Sjá einnig: Fimm menn réðust inn til Kim og rændu hana

 

„Heilsa Kim er öll að verða betri og líf hennar er að verða eðlilegt aftur. Henni líður betur með hverjum deginum sem líður. Hún er hætt að gráta og börnin hennar, Kanye og fjölskylda hennar hafa staðið við bakið á henni,“ segir heimildarmaðurinn og bætir við að Kim sé farin að fara út af heimilinu aftur. Það eru góðar fréttir.

 

 

SHARE