Kim Kardashian flutt til mömmu sinnar

Kim Kardashian (36) er flutt heim til mömmu sinnar, Kris Jenner, með börnin sín tvö. Kim hefur átt erfitt eftir að hún var rænd í París og fannst lítt til þess koma að vera alltaf ein heima meðan Kanye var á tónleikaferðalagi.

Kim fannst hún ekki vera örugg á heimili sínu og líður miklu betur á heimili móður sinnar, sem er víggirt og mjög öruggt.

Eins og við sögðum ykkur í gær var Kanye lagður inn á spítala, gegn vilja sínum, en Kim flaug heim til hans um leið og hún heyrði fréttirnar.

 

 

SHARE