Fimm menn réðust inn til Kim og rændu hana

Þegar brotist var inn á hótelherbergi Kim Kardashian var það gert um miðja nótt. Mennirnir voru fimm, bundu hana og héldu henni inni á baðherbergi og rændu hana. Þeir voru klæddir eins og lögreglumenn og fóru í gegnum allt herbergið og rændu öllu því verðmætasta sem þeir fundu, segir í Us Weekly. Maðurinn sem var í móttökunni var bundinn og látinn inn í skáp á stigaganginum á meðan þeir fóru inn á herbergi Kim. Lögreglan segir að þessir menn séu hluti af mjög skipulagðri glæpastarfsemi.

Sjá einnig: Kim Kardashian haldið nauðugri á hótelherbergi

Þjófarnir komust á brott með skartgripi fyrir verðmæti 6 milljónir dollara.

 

SHARE