Kim Kardashian komin með nýjan mann upp á arminn

Kim Kardashian er komin með nýjan mann upp á arminn og hún segir að hann „tikki í alla kassana“ hennar. Hún er ekki tilbúin að sýna heiminum hver maðurinn er, en í seinasta þætti Kardashian talaði hún um erfiðleikana með að fara á stefnumót undir vökulu auga ljósmyndara slúðurmiðlanna.

Hún ræddi hlutina við Scott Disick vin sinn.

„Ég hef ekki séð þig á neinum stefnumótum eða neitt,“ sagði Scott við Kardashian. „Þetta er bara svo erfitt því fyrstu stefnumótin verða að vera á bakvið luktar dyr og það getur verið svo vandræðalegt,“ sagði Kim og útskýrði þetta: „Ef einhver sér mig með einhverjum og það samband gengur ekki upp, þá reynir maður að láta það ganga lengur því maður skammast sín fyrir hvað þetta var fljótt að klárast.“

Kim tók sem dæmi þegar hún var að hitta Pete Davidson hafi það litið út fyrir að vera miklu alvarlegra í fjölmiðlum en hún hafði viljað að það væri. Hún hafi bara verið að leika sér. Hún segir Scott svo frá þessum manni sem hún hefur verið með upp á síðkastið og þau kalla hann „Fred“ sem er ekki rétta nafnið hans. Vinir hennar kynntu hana fyrir Fred og þau fóru á stefnumót í New York á ónefndum stað þar sem fólk getur fengið einkaherbergi til að njóta stefnumótsins.

SHARE