Kínverska nýárinu var fagnað í dag

Í dag er dagur kínverska nýársins. Þar með er ár slöngunnar hafið. Konfúsíusarstofnun Norðurljósa hélt hátíðlega upp á nýja árið og bauð fólki til fagnaðarheita að Háskólatorgi í dag. Sýndur var drekadans og drekinn þar með sigraður.

Herra Ma, kínverski sendiherrann á Íslandi hélt ræðu og skrifaði nýárs óskir uppi á sviði, spilað var á kínversk hljóðfæri, sýnd var kínversk bardagalist og síðast en ekki síst var boðið upp á kínverskan mat sem fjölmargir gestir þáðu og nutu með gleði. Einnig gat fólk smakkað kínverskt te.

Að sjálfsögðu var eitthvað fyrir börnin en kenndur var barnasöngur á kínversku. Fólk gat komið og fengið kínverskt nafn og lært að skrifa það. Kínverskunemar undirbjuggu leik þar sem maður átti að giska á merkingu tákna og gat unnið kínverska bíómynd í verðlaun. Einnig fengu öll börn blöðru og hægt var að læra að binda kínverska hnúta sem er falleg listgrein og er oft búið til fyrir nýárið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here