Kiwi og Chia smoothie – Uppskrift

Þessi er kallaður „The Skinny“ og er hann afar góður og hollur, en ekki hvað.

Hráefni:

1 Kiwi, skrælt og skorið í tvennt

¼ af avocado

4 msk af Chia fræjum (leggja þau í bleyti í vatni í a.m.k 30 mínútur)

½ Lime – sem sagt ferskur safinn

¼ bolli af ferskri myntu

½ bolli af ísmolum – má sleppa

1 bolli af vatni

1 bolli af spínat

Undirbúningur:

Blandið öllum hráefnum saman í blandara og látið hrærast á miklum hraða þangað til drykkurinn er orðinn mjúkur.

Þessi uppskrift er fyrir einn.

Njótið~

Höfundur: Anna Birgis – Heilsutorg.is

heilsutorg neðst

SHARE