Chow Mein núðlur með kjúkling – Uppskrift

Chow Mein núðlur með kjúkling – Uppskrift

 

Innihald

250 g hrísgrjónanúðlur (helst úr brúnum hrísgrjónum)
275 g kjúklingabringur, grillaðar (helst)
1 hvítlauksgeiri, marinn
1 rauð paprika, skorin í mjóa strimla.
100 g shiitake sveppir, sneiddir þunnt (eða venjulegir sveppir)
Hálfur blaðlaukur, skorinn í mjóar ræmur
100 g baunaspírur
1 msk tamarisósa
2 msk fiskisósa (enska: fish sauce/Nam Plah)
1 msk sesamolía
2 tsk kókosolía
0,5 tsk svartur pipar

Aðferð

Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Látið kalt vatn renna á þær, sigtið og setjið í skál.
Skerið paprikuna í helminga, fræhreinsið og skerið í mjóa strimla (mjórri en fingur).
Sneiðið sveppina þunnt.
Skerið blaðlaukinn í mjóar ræmur (mjórri en fingur).
Afhýðið hvítlaukinn og merjið.
Hitið stóra (helst wok) pönnu upp í háan hita (hæsta hitastig) og bætið 1 teskeið af kókosolíu á pönnuna. Steikið kjúklinginn í um 7-10 mínútur eða þangað til tilbúinn (enginn rauður vökvi eða bleikt kjöt). Notið vatn ef þarf meiri vökva. Fjarlægið skinnið og rífið kjúklinginn í strimla. Setjið til hliðar.
Setjið 1 teskeið af kókosolíu á pönnuna og steikið hvítlaukinn, paprikuna, sveppina, blaðlaukinn og baunaspírurnar á pönnunni. Steikið í um 2-3 mínútur og veltið hraéfninu stanslaust við. Ef þið eigið Wok pönnu er mjög gott að nota svoleiðis. Notið vatn ef þarf meiri vökva. Ef þið eigið ekki wok pönnu er best að steikja hvert hráefni fyrir sig og blanda svo saman í lokin.
Bætið kjúklingnum út á stóru pönnuna.
Kryddið með tamarisósunni, fiskisósunni og pipar.
Bætið núðlunum saman við og hitið aðeins.
Hellið sesamolíunni yfir og hitið í nokkrar sekúndur.
Blandið öllu vel saman (en gætið þess að merja ekki núðlurnar).
Berið fram í djúpum skálum og gjarnan með prjónum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here