Kjúklingabaunakarrí

Þessi er ekki bara góður og einfaldur að gera heldur er hann stútfullur af hollustu og allir geta borðað hann.

Uppskrift:

1 laukur

1/2 dl madras mauk frá Pataks

2 dósir kjúklingabaunir

1 dós kókosmjólk

Aðferð:

Saxið laukin og steikið svo upp úr olíu þar til mjúkur.

Setjið madras maukið útí, má minnka magn ef þið viljið milda réttinn.

Hellið vatni af kjúklingabaunum, skolið baunir vel og bætið þeim svo útí ásamt kókosmjólkinni.

Sjóðið í 10 til 15 mín

Gott að bera fram með naan brauði og grjónum

Sjá meira: Karrý kjúklingasúpa

Þessi réttur kemur úr safninu hennar Röggu bók 2

SHARE