Kjúklingabringur með teriyaki og hrísgrjónum – Uppskrift frá Lólý.is

Þessi einfaldi kjúklingaréttur varð bara til í eldhúsinu heima um daginn. Kjúklingur með hvítlauk, engiferi og teriyaki sósu er sko alveg match made in heaven!!! Klikkar aldrei þessi samsetning.

 

 

kk

 

2 kjúklingabringur
2 hvítlauksrif pressuð
3 cm ferskt engifer rifið
ólífuolía
1 dl teriyaki sósa(eða eftir smekk)
1 dós kókósmjólk
salt og pipar
lúka ferskt kóríander(smátt saxað)
1 rauður chilli fræhreinsaður og smátt saxaður
1 tsk cayenne pipar
Hýðishrísgrjón
Fetaostur

Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin því þau taka 45 mínútur að sjóða ef maður er með hýðishrísgrjón.
Skerið kjúklinginn í strimla, setjið olíu og pressaðan hvítlauk á pönnu og engiferið og steikið aðeins áður en þið bætið kjúklingnum út í og steikið hann þangað til hann er steiktur í gegn. Takið þá teriyaki sósuna og hellið yfir ásamt kókósmjólkinni, kryddið eftir smekk og látið malla í smá tíma. Bætið þá chilli út í og kóríander. Þegar ég er búin að sjóða grjónin skola ég þau aðeins og bæti svo út í þau fetaostinum og smá kóríander í viðbót. Nú svo er bara að njóta!

 

log lol

SHARE