Kjúklingur í ofni með spergilkáli – Uppskrift

Þessi kjúklingaréttur er svo góður að jafnvel börnin á heimilinu fara að borða spergilkálið.

Kjúklingur með spergilkáli

450 gr ferskt spergilkál, skorið
1½ bolli niðurskorinn, eldaður kjúklingur
300 ml eða ein dós af Campell bollasúpu með spergilkáli
⅓ bolli mjólk
½ bolli rifinn ostur
1 matskeið smjör, brætt
2 matskeiðar rasp

Aðferð:

Setjið spergilkál í pott með nógu vatni til að kálið fari á kaf. Þegar suðan kemur upp leyfið því að sjóða í ca. 5 mínútur. Hellið þá vatninu af.
Setjið spergilkálið í eldfast mót og kjúklinginn ofaná. Blandið súpunni og mjólkinni saman og hellið yfir kjúklinginn. Stráið svo
ostinum ofan á. Blandið svo bræddu smjörinu og raspinu saman og stráið yfir ostinn, athugið að það má alveg sleppa þessu.

Bakið í 15 mínútur við 230° eða þangað til osturinn er gullinn. Berið fram með hvítlauksbrauði eða hrísgrjónum og salati.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here