Kjúklingur með dijon parmesan hjúp

Þessi einfalda og gómsæta uppskrift er frá Lólý.is 

Kjúklingur með dijon parmesan hjúp

4 kjúklingabringur
1/2 bolli rasp
50 gr rifinn parmesan ostur
1 tsk timían
salt og pipar eftir smekk
1/2 dós sýrður rjómi
2 msk majónes
1 msk dijon sinnep

Blanda saman í skál raspi, parmesan og kryddi. Í annarri skál blanda saman sýrðum rjóma, majónesi og dijon sinnepi. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót, smyrjið þær með sýrða rjóma blöndunni á báðum hliðum. Dreifið rasp blöndunni yfir bringurnar á báðum hliðum líka. Setjið í forhitaðan ofninn 190°C og eldið í 45 mínútur.

Ég ber þetta fram með góðu salati, hvítlaukssósu og kartöflum sem ég velti upp úr ólífuolíu og krydda með salti piðar og fersku rósmarín.

Smellið endilega like-i á Lólý á Facebook. 

loly

SHARE