Kjúklingur með spínati

Við höldum áfram að bjóða ykkur lesendur góðir upp á frábæru réttina hennar Röggu mágkonu.

Uppskrift:

1 stór sæt kartafla (skorin í sneiðar)
1 krukka fetaostur
1 poki ferskt spínat
0.5-1 krukka mango chutney
4 kjúklingabringur
0.5 pakki Ritz kex
salt og pipar

Aðferð:

Sætu kartöflurnar steiktar á pönnu upp úr helming af olíunni af fetaostinum og kryddaðar með salt og pipar. Sett í eldfast mót og inn í ofn í 10 mínútur á 180° C

Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar niður í litla bita og létt steiktar, rest af fetaostolíu sett útí og stuttu seinna mangó Chutney bætt út í.

Þegar kartöflur hafa verið 10 mínútur í ofninum. Er eldfasta mótið með þeim tekið út og spínati, fetaosti og kjúklingnum dreift yfir kartöflurnar. Bakað áfram í 10 mínútur.

Þá er eldfasta mótið tekið úr ofninum aftur  og muldu Ritz kexi dreift yfir svo aftur inn í ofn í 5 mínútur.

Gott að hafa naan brauð og ferskt salat með.

Þessi réttur er alveg frábær fyrir unga sem aldna.

 

SHARE