Kladdakaka með Dumle karamellusósu

Afar fljótleg og einföld kaka sem einungis er unnin saman í potti. Borin fram með þeyttum rjóma og eða ís. Uppskriftin kemur auðvitað frá Matarlyst á Facebook sem Ragnheiður Stefánsdóttir heldur úti.

Hráefni

150 g brætt smjör
240 g sykur
40 g kakó
1 1/2 tsk vanilludropar eða vanillusykur
120 g hveiti
2 stór egg

Aðferð

Hitið ofninn í 175 gráður. Bræðið smjör í potti við vægan hita takið af hellunni. Bætið út í pottinn sykri og kakó hrærið þar til komið er vel saman. Því næst bætið þið vanilludropum og eggjum út í blandið vel saman, í lokin fer hveiti út í pottinn hrærið þar til blandað er slétt og felld.
Setjið í 24 cm smelluform. Ég byrja á því að setja bökunarpappír yfir botninn, smelli forminu yfir, smyr brúnirnar að innan með smjöri dassa kakó inn í formið set deigið í og jafna út, bakið við 175 gráður í u.þ.b 17-22 mín athugið að miðjan á að vera svolítið mjúk. Látið kökuna standa á meðan þið útbúið dumle sósu.

Dumle sósa

Hráefni 1 poki dumle karamellur
1/2 dl rjómi

Aðferð

Bræðið saman dumle karamellur og rjóma við afar lágan hita hrærið þar til komið er vel saman.Hellið kreminu yfir kökuna. Skreytið að vild. Gott er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og eða ís ásamt t.d jarðaberjum.

SHARE