Köld og tilfinningalaus heimili á undanhaldi – Myndir

Svart-hvíta stemmingin tröllreið öllu í kringum 2006 þar sem heimili tóku á sig spítalastíl. Allt var málað hvítt og munir og húsgögn urðu að vera í svörtum tónum. En það er liðið undir lok.

Það sem fylgdi þessum stílhreina og einfalda straumi var að takmarka með öllu myndir og aðra hluti á veggi. Það var nauðsynlegt að hafa þetta í lágmarki og það var algjörlega bannað að persónugera heimilið með fjölskyldumyndum. Sem betur fer koma stílar/tíska og fara líka. Núna er aftur á móti komin bylgja um heilu myndaveggina á heimilum, fjölskylduveggi, mörg smálistaverk já eða að hafa vegginn bara með römmunum tómum.

Hlýleikinn er að ryðja sér til rúms á nýjan leik og vonandi heldur hann sér því öll viljum við að heimilið taki utan um mann þegar heim er komið. Hérna eru nokkrar myndir af nýbylgjunni og á lokamyndinni má sjá tillögur af því hvernig hægt er að raða römmum á marga vegu á veggina.

 

 

Fjölskyldutréð í orðsins fyllstu.

10151270_633918513348076_1429526953649871213_n

 

Blandaðar tegundir af römmum sem passa vel inn þarna.

1972389_633918516681409_4408620641221271662_n

Kalt rými, en myndirnar og rammarnir vinna þetta aðeins upp.

10157120_633918573348070_3640983502541698402_n

Óreglulegt en samt kósý.

1800293_633918550014739_6067832704049356807_n

Myndum raðað á hillur – auðvelt að breyta til.

10177232_633918593348068_4320244033675734351_n

Óregluleg uppröðun en kemur vel út.

10176168_633918606681400_1457788787984307857_n

Soldið retro stemming.

1488310_633918623348065_2968902482537956920_n

Þessi veggur er virkilega skemmtilegur,, rammarnir koma út öllum áttum, viðarrammarnir ná samt tengingu við borðið, virkilega vel heppnað.

1544377_633918660014728_3503570912103185039_n

Svörtu og hvítu rammarnir koma vel út þar sem hlýleikinn kemur frá litnum á veggnum sjálfum.

1533776_633918663348061_1224905403226848589_n

Þetta er geggjaður veggur miklar andstæður sem laða fram áhuga á að staldra við og skoða. Heildarmynd ólíkra hluta er frábær.

1002519_633918683348059_4758103159029258907_n

Stílhreint og flott uppröðun.

10268663_633918696681391_3358674800840859766_n

Færir líf í ganginn.

1609820_633918780014716_3717619989650685547_n

Tillögur hvernig er hægt að skipuleggja uppröðunina á marga vegu.

1979855_633918920014702_7425089372125053798_n

SHARE