Söngvaranum Chris Brown brá heldur í brún þegar hann kom heim úr helgarferð. Chris hafði eytt helginni í Las Vegas til að fagna 26 ára afmælinu sínu en þegar hann kom heim á miðvikudaginn tóku á móti honum kvennmannsföt í forstofunni.

Chris og öryggisverðir hans gengu með honum inn í húsið en þar fundu þeir ástarjátningu sem spreyjuð hafði verið á eldhúsbekkinn. Við frekar rannsökun af Chris og fylgdarsveinum hans fannst 21 árs gömul kona nakin upp í rúminu hans.

Chris hringdi strax á lögregluna sem handtóku konu fyrir innbrot og skemmdarverk. Söngvarinn tók mynd af konunni og deildi á Instagram síðu sinni. Hann lét fylgja með myndinni hvað konan hafði aðhafst heima hjá honum en hún hafði hent öllu dóti dóttur hans og hundsins hans. Í staðinn setti hún ýmsa vúdú hluti víðsvegar um húsið ásamt því að spreyja nafn sitt á bílana hans.

Svo virðist sem konan hafi eytt þó nokkrum tíma í húsi Chris þar sem lögreglan fann út að einhver hafði notað eldhúsið og gleymt að vaska upp eftir sig.

Sjá einnig: Chris Brown deilir myndum af dóttur sinni í fyrsta sinn

c4b1fcf0-f4e3-11e4-947f-b944199c4434_Screen-Shot-2015-05-07-at-2-05-56-PM

 

Sjá einnig: Chris Brown hent út úr meðferð og settur í steinninn

5575489-Chris-Brown-Finds-Stalker-in-His-Bed

Sjá einnig: Á 9 mánaða gamla stúlku sem engin vissi af

SHARE