Mæður eru auðvitað svakalega stór hluti af lífi hvers barns, líka þegar börnin eru orðin fullorðin. Þessi móðir, Megan Barker (48), er ein þeirra mæðra sem hefur sýnt það að mömmur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að hamingju barna sinna.
Þegar Maddie, dóttir Megan, var aðeins 14 ára gömul greindist hún með Mayer Rokitansky Küster Hauser Syndrome, en sá sjúkdómur hamlar henni frá því að geta gengið með börn. Megan lofaði dóttur sinni því, að ef hana langaði einhvern tímann til að eiga barn, þá myndi hún ganga með barnið fyrir hana.
Stuttu eftir að Maddie kynntist kærastanum þegar hún var 23 ára, kom í ljós að hún var með æxli í leginu. Þá urðu þau að taka stóra ákvörðun og létu þau taka egg úr Megan áður en læknarnir fóru að vinna í að lækna krabbameinið.
Maddie og Tyler hugleiddu aðra kosti en komust svo að þeirri niðurstöðu að sá kostur, að Megan gengi með barnið fyrir þau, væri sá vænlegasti.
Megan gekk með barnið og kom lítill drengur í heiminn. Maddie fylgdist með á meðgöngunni, passaði að móðir hennar hvíldi sig og borðaði hollan mat. Eftir meðgönguna fór barnið til foreldra sinna.
„Það var ekkert erfitt fyrir mig að láta barnið af hendi til þeirra, því í mínum huga hefur þetta barn alltaf verið þeirra. Ég var bara bökunarofninn þeirra,“ sagði Megan.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.