Kona verður fyrir harkalegu “fat-shame”

Mikið hefur verið í umræðunni hvað líkamsímynd fólks og þá sérstaklega kvenna er farin að taka mikinn toll. Mikil vanlíðan getur skapast þegar fólk er að bera sig saman við annað fólk og þá er það oftar en ekki glansmyndir af fræga fólkinu sem gjarnan eru photoshoppaðar. Nú er myndband, sem tekið var af konu í hjólastól sem dregin er á eftir bíl, að gera allt vitlaust í netheimum. Þessi kona er töluvert yfir kjörþyngd og virðist það vera það sem skiptir öllu máli hjá þeim sem tekur upp myndbandið. Það sorglega er er að þessi aðili sem tekur konuna upp á myndband er prestur og þætti manni eðlilegt að hann væri ekki með dómhörku gegn öðru fólki.

Háværar raddir eru varðandi þetta myndband að hann sé að “fat-shame”-a konuna. Þar er ég alveg sammála og finnst þetta einstaklega óviðeigandi. Ég skil ekki þörf fólks til að dæma útlit annars fólks og finnst það ekki koma einum né neinum við hvernig aðrir kjósa að líta út. Hins vegar er annað að vera umhugað um heilsu fólks en það er alveg vitað að það fylgja því margir heilsufarslegar áhættur að vera of þungur.

Er ekki kominn tími til að hætta afskiptasemi og bera virðingu fyrir náunganum? Berum umhyggju og hættum að hæðast að fólki ef það passar ekki inn í þennan kassa sem “normið” er!

 

Hér má sjá umrætt myndband:

 

Hvað finnst ykkur um þetta? Endilega leyfið okkur að vita ykkar skoðum hér fyrir neðan.

SHARE