Konur eru alltaf að reyna að „fitta inní“ 

„Ég held að ungar stelpur í dag, og ekki bara þær, séu í raun að leitast meira eftir efnislegri hamingju sem er síðan að bregðast þeim. Í staðinn fyrir að finna hamingjuna í viðurkenningu frá öðrum ættu þær að leita frekar inná við. Mér finnst mikil pressa á ungum konum í dag að fara eftir ákveðnum stöðlum,“ segir Sylvía.  „Það er eins og það sé til eitthvað form hérna á Íslandi sem að allar konur verða að „fitta inní“ og ef þú gerir það ekki, þá fer fólk að spyrja af hverju.“

Sylvía bendir líka á að við erum öll misjöfn og þess vegna mjög erfitt fyrir okkur að reyna alltaf að vera eins, en það er eins og það sé búið að ákveða það að það er það sem við þurfum að gera til að vera viðurkennd.

„Æðsta þörf mannsins er að finnast hann vera mikilvægur og þess vegna erum við mörg að reyna að finna þetta samfélagslega rétta form til að passa í til að finnast við vera mikilvæg. Það sem mér finnst vera mikilvægt fyrir ungar konur í dag er að þær geti staðið uppréttar og hugsað “ég er ég sjálf, ég er nóg”. Ég man sjálf þegar ég var ung í tilvistarkreppunni að reyna að átta mig á sjálfri mér þá leitaðist ég eftir því í umhverfinu hvað það var sem ég þurfti að gera til að vera samþykkt,“ segir Sylvía og bætir við: „Ef ég gæti gefið sjálfri mér ráð á þessum aldri myndi ég örugglega segja við mig “Sylvia þú ert nóg, vertu þú sjálf”.“

Sylvía hefur verið að fara í grunn- og framhaldskóla á höfuðborgarsvæðinu með fyrirlestur sem hún gerði um sjálfsmynd ungra stúlkna.

„Ég ákvað að gera þessa fyrirlestra aðallega vegna þess að ég sé mig í þeim og finn að þetta brennur mikið á mér, ég vildi að einhver hefði sagt þetta við mig. Svo hugsa ég núna, ef ég væri að alast upp í þessum hraða í dag og kringum alla þessa samfélagsmiðla þá veit ég ekki hvar ég stæði. Pressan kemur beint í símann til þín. Það eru mynstrin á Instagram, Facebook eða Snapchat. Ég sé að það eru alltof margar ungur stúlkur í basli með sig að reyna feta í einhver fótspor sem að kannski henta þeim ekki en þeim finnst þær þurfa að gera það því það er hipp og kúl,“ segir Sylvía.

 

„Þegar stelpunámskeið Dale Carnegie kom upp þá varð ég ótrúlega spennt, aðallega vegna þess að ég veit hvað getur gerst á svona námskeiði og hvað þá þegar það er stór hópur af stelpum sem eru að vinna að því að verða þær sjálfar. Mér finnst eins og ég sé að fara útskrifa stóran hóp af stelpum sem treysta á sjálfar sig og þora að láta ljós sitt skína á sinn eigin hátt, ég gæti í rauninni ekki beðið um meira. Mér finnst frábært að fá að vera partur af slíku starfi,“ segir Sylvía jafnframt.

 

Hægt er að skrá sig hér á ókeypis fyrirlesturinn „Hvernig erum við besta útgáfan af sjálfum okkur?“ sem er haldin í dag þriðjudaginn 22. september kl. 18-19

 

SHARE