“Konur eru konum verstar”

Oft er talað um að “konur séu konum verstar” Ég er ekki alveg sammála þessu. Að mínu mati geta konur aldeilis verið konum BESTAR. Vissulega gerist það að konur rífa hvora aðra niður, bara nákvæmlega eins og það gerist að karlmenn rífi konur niður og öfugt. Mín reynsla hefur oft verið sú að þegar eitthvað bjátar á og maður þarf á styrk og skilning að halda eru konur konum bestar. Við sýnum hvor annarri samkennd og skiljum ýmsar aðstæður sem konur geta lent í, hvort sem það er misrétti eða eitthvað svo basic eins og túrverkir eða skapsveiflur. Ég þekki í það minnsta allnokkrar konur sem ég get leitað til ef eitthvað kemur upp á. Við erum svo sannarlega ekki alslæmar þegar á reynir. Það virðist einhvernveginn hafa komist í tísku að tala um að konur séu konum verstar, börnin jafnvel læra þetta og vita ekki betur. Við ættum auðvitað að vita að þetta er ekki rétt þar sem við treystum á mömmu ótrúlega mikið sem börn & jafnvel ömmu, mamma er einhver sem við gátum alltaf leitað til og svo besta vinkonan. Ég þekki fullt af konum og er alltaf að kynnast nýjum stelpum, langoftast erum við sammála um það að þetta er ekkert nema mýta.

“Konur eru konum bestar” er eitthvað sem ég vil heyra oftar!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here