Kossaleikir til að krydda upp á kynlífið

Munið þið eftir leikjum eins og „kyss kyss og útaf“ og „ein mínúta í helvíti“ síðan þið voruð yngri? Já, þetta eru ekki þannig kossaleikir sem átt er við hérna. Þessir eru aðeins þróaðri og eru fyrir fullorðið fólk.

Augnsambandið

Sumir telja að kossar leiði til sjóðheits kynlífs sem er alveg raunin með þennan leik. „Hann eykur nándina til muna,“ segir Dr. Fran Walfish, en hann er sambands- og fjölskylduráðgjafi.

„Horfist djúpt í augu og kyssist í sem lengstan tíma með sem minnstu varasnertingu,“ segir Fran. „Með þessu nærðu að einbeita þér vel að maka þínum og tekur hugann þinn frá þér sjálfri/sjálfum. Þið varla snertist en horfist stíft í augu. Þið munið tengjast sem aldrei fyrr.“

Sjá einnig: Besta og versta kynlífsstellingin að mati kvenna

Sjóðheita orðið

Það er hægt að spila þennan leik hvar og hvenær sem er. „Finnið eitthvað orð sem lykilorð. Um leið og þetta orð heyrist þá áttu að finna maka þinn og taka einn nettan sleik, hvar sem þið eruð í veröldinni,“ segir Dr. Jess O’Reilly sem er með hlaðvarp tengt kynlífi. „Þessi leikur minnir mann á að kossar eiga ekki bara að vera í forleik heldur ástríðufull tjáning.“

Með bundið fyrir augun

Samkvæmt hinni áður nefndu Jess, er dópamín framleiðslan meiri ef þú ert að bíða eftir „verðlaunum“, sem er einmitt ástæðan fyrir því að þessi leikur er svo kynæsandi.

„Bittu fyrir augu maka þíns og láttu hann/hana benda á nokkra staði sem hann/hún vill vera kysst/ur á. Veldu einn og stríddu honum/henni í kringum það svæði til að búa til eftirvæntingu. Ef manneskjan þarf að bíða eftir ánægjunni verður meiri spenna og meiri unaður,“ segir Jess.

 

Prófið þetta endilega. Góða skemmtun.

Heimildir: Redbook.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here