Kostirnir við það að vera einhleyp

1. Daður – Eða, kannski svo þetta sé útskýrt betur.. daður án þess að fá samviskubit

2. Eltingaleikurinn/spennan – Eini eltingaleikurinn sem þú ert að fara í við kærastann er líklega slagurinn um fjarstýringuna

3. Fjarstýringin – Talandi um fjarstýringuna.. ég elska þig ástin mín, en við þurfum ekki að horfa á fótbolta, ALLTAF

4. Fyrstu kossarnir, fyrstu deitin, fyrsta allt.. – Það er bara eitthvað við fyrstu kossana, fyrstu deitin og alla spennuna. Stundum langar mann bara að fá að fara aftur í tímann með maka sínum og upplifa þessar “fyrstu” stundir með honum aftur. Ekki misskilja mig það sem maður hefur með makanum sínum er auðvitað svo miklu miklu sterkara en fyrstu kossar og einhver tímabundin spenna.. en stundum langar mann bara í smá svoleiðis (með makanum sínum) aftur.

5. Engin afbrýðissemi. – Það er nú oft þannig að þegar maður er með einhverjum sem maður elskar meira en allt getur maður orðið afbrýðissamur við ákveðnar aðstæður.. án þess að það sé neinum að kenna.. þetta bara getur komið fyrir, afbrýðissemi er ekki góð tilfinning svo þetta var einn kostur við það að vera einhleypur..

6. Þú þarft ekki að láta vita af þér – Stundum breytast bara plönin.. þú getur hafa ætlað að eyða rólegu kvöldi með bestu vinkonum þínum en svo ákveðið þið að fá ykkur nokkra kokteila og kvöldið þróast út í eitthvað allt annað en rólegt kvöld. Að sjálfsögðu getur þú alltaf farið út að dansa þó þú sért í sambandi en þú þarft bara að láta maka þinn vita að þú gætir komi seint heim..

7. Svefnfriður – Hvort sem þú ert gift með börn eða átt kærasta sem hrýtur og talar upp úr svefni þá langar þig stundum bara að fá að hafa rúmið út af fyrir þig og þurfa ekki að vera andvaka út af hrotum

8. Slæmu deitin – Já sko.. málið með slæmu deitin er að það var gaman að segja sögur af þeim og hlæja með vinkonunum..

9. Tími fyrir ÞIG – Þegar þú ert upptekin alla daga, í vinnu eða skóla fer oftast frítími þinn í að eyða tíma með kærasta og vinum. Þegar þú ert einhleyp hefur þú meiri tíma fyrir sjálfa þig..

10. Að dansa við “Single Ladies” með Beyonce af innlifun – Þetta er auðvitað klassískt lag á dansgólfinu.. en ég meina, innlifunin er meiri þegar þú ert einhleyp

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here