Kósýteppi prjónað án prjóna

Ég skrifaði grein um þessi sjúklega fallegu teppi fyrir nokkrum árum. Ég varð strax alveg heilluð og tékkaði hvort ég gæti fundið svona garn, ef garn skal kalla, á Íslandi. Svo var ekki. Ég fer reglulega til Bandaríkjanna og ákvað að tékka hvort ég gæti ekki keypt þetta þar og komið með heim.

Þegar ég fann svo garnið úti varð mér það ljóst að ef ég ætlaði að flytja þetta með heim yrði ég að kaupa mér aðra tösku því þetta var of þungt til að bæta ofan í töskuna sem ég var með. Ég setti þetta á ís.

Nú fyrir skemmstu sá ég fyrir tilviljun á netinu að Kósýprjón hefði verið að opna. Þetta var nákvæmlega það sem ég vildi. Ég fór auðvitað beint í að hafa samband við söluaðilann og skellti mér á þennan gullfallega grænbláa lit. Ég gerði svo þetta myndband til að leiðbeiningar á því hvernig ég gerði þetta. Slétt og brugðið og ekkert vesen.

https://www.klippa.tv/watch/ucueGWa369BUw5N

 

Í tilefni af opnun Kósýprjón á Íslandi ætlum við að skella í smá leik með þeim. Vinningurinn er teppi í lit að eigin vali.

  1. Til þess að vera með þarftu bara að fara á Facebook síðu Kósýprjón, líka við hana og deila.
  2. Settu í athugasemd hvaða vinur/vinkona þú heldur að vilji fá svona teppi líka og hvaða lit þú vilt.
  3. Deildu greininni.

Athugið að við drögum bara út vinningshafa sem gerir allt þetta þrennt.

Við drögum út vinningshafa á sunnudaginn 13. janúar.

SHARE